Knattspyrnufélag Fjallabyggðar tók á móti Sindra á Ólafsfjarðarvelli í gær í 2. deild karla í knattspyrnu. Sindri vann fyrri leik liðanna snemma í sumar á Hornafirði 2-1.Sindri hafði fengið tvö nýja menn fyrir leikinn sem áttu eftir að koma við sögu.
KF byrjaði leikinn betur og skoruðu mark á 11. mínútu, og var það Alexander Már með sitt fimmta mark í sumar. Sindri jafnaði leikinn rétt fyrir leikhlé, eða á 1 mínútu uppbótartíma, og var þar að verki króatinn Duje Klaric sem hafði fengið leikheimild degi fyrir leikinn. Staðan því jöfn, 1-1 í hálfleik. Á 85. mínútu skorar varamaðurinn og daninn Kasper Knudsen og kemur Sindra í 1-2 og lítið eftir af leiktímanum. Daninn hafði fengið leikheimild með Sindra sama dag og leikurinn fór fram. Í blálokin Gabríel Reynisson leikmaður KF rautt spjald en lokatölur urðu 1-2 fyrir Sindra sem hafa nú 15 stig eins og KF í deildinni.