Knattspyrnufélag Fjallabyggðar var rétt í þessu að ljúka leik gegn úrvalsdeildarliði Keflavíkur í Lengjubikarnum í knattspyrnu. Lokatölur urðu 1-0 fyrir Keflavík, og kom markið á 77. mínútu og var þar að verki Magnús Þór Magnússon. Alls ekki slæmur árangur hjá KF sem leikur í 1. deildinni í sumar.