KF og KV léku á Ólafsfjarðarvelli í gær í 2. deild karla í knattspyrnu. Staðan var 0-0 í hálfleik en á 59. mínútu skoraði KV eina marka leiksins en það var Njörður Þórhallsson lánsmaður úr Þrótti Reykjavík sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir KV. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar er sem fyrr í 9. sæti deildarinnar.  Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.