KF tapaði mikilvægasta leik sumarsins

Þróttur og KF léku í dag í 1. deild karla í knattspyrnu á Valbjarnarvelli. Fyrir leikinn voru Þróttarar tveimur stigum fyrir ofan KF og því lykil leikur fyrir bæði liðin í fallbaráttunni.

KF byrjaði leikinn vel og pressuðu töluvert fyrstu 15 mínúturnar og fengu þrjú ákjósanleg færi til að skora en markvörður Þróttar varði vel í tvígang og eitt skotið fór yfir markið. Þróttur fékk líka sín færi en fyrsta markið kom á 37. mínútu en þá var brotið á Sveinbirni Jónassyni innan vítateigs. Sveinbjörn skoraði sjálfur úr vítinu en markmaður KF var þó í réttu horni en náði ekki að verja.

Tveimur mínútum eftir vítið komast Þróttarar í upphlaup upp vinstri kantinn og brýtur Vladan á leikmanni Þróttar og var alltof seinn í tæklinguna og fær rautt spjald. KF menn brjálast við þetta og sjö leikmenn KF umkringja dómarann og mótmæla og Milos fer fremstur í flokki og lendir í handalögmálum við nokkra Þróttara og fær rautt spjald líka. Hlynur Hauksson fær sitt annað gulaspjald fyrir sinn þátt í þessu og því KF orðnir 9 leikmenn á móti 10 Þrótturum. Á 40. mínútu er Róberti Haraldssyni framkvæmdastjóra KF gefið rautt spjald og sendur upp í stúku af bekknum.

Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir heimamenn og var seinni hálfleikur rólegri en sá fyrri en KF náði þó að minnka muninn á 87. mínútu eftir skot Þórðar Birgis sem fór í stöngina og svo í markmann Þróttar og rétt yfir línuna. Heppnis mark og skráð sjálfsmark. Þróttarar héldu út og eru fimm stigum fyrir ofan KF en bæði lið eiga tvo leiki eftir. Lokatölur 2-1 fyrir heimamenn.

Til að bjarga KF frá falli þá þurfa þeir að vinna sína tvo leiki og Þróttur tapa sínum leikjum.

Viðtal við Lárus Orra þjálfara KF má sjá hér.