KF tapaði í Þorlákshöfn

KF heimsótti Ægismenn í Þorlákshöfn í gær.  KF gerði breytingar á liðinu frá síðasta leik, í markið var kominn Elvar Óli í staðinn fyrir Ásgeir, Halldór Logi fyrirliði var ekki í hóp en í hans stað kom Kristófer Andri.  Ægis menn byrjuðu með fimm erlenda leikmenn í byrjunarliði sínu, en það vakti athygli að KF var aðeins með þrjá varamenn á leikskýrslu og engan varamarkmann.

Staðan var 0-0 í hálfleik en heimamenn skoruðu svo á 53. mínútu með marki Jannik Eckenrode. Þetta reyndist vera eina mark leiksins og tóku heimamenn í Þorlákshöfn þrjú dýrmæt stig.  Fyrsti sigur Ægis í sumar, en KF er enn ekki búið að sigra leik og eru í neðsta sæti deildarinnar með 1 stig.