Knattspyrnufélag Fjallabyggðar keppti við Vængi Júpíters í Egilshöll í Grafarvogi í dag í 3. deild karla. Vængir Júpíters eru á sínu öðru ári í 3. deildinni en liðið vann sig upp úr 4. deild árið 2015. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og voru komnir í 2-0 eftir 12. mínútur. KF svaraði á 29. mínútu með marki frá Ljubomir Delic, hans annað mark í tveimur leikjum með KF.  Heimamenn komust  svo í 3-1 á 37. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. KF minnkaði svo muninn á 52. mínutu með marki frá Vítor Vieira, hans annað mark í tveimur deildarleikjum í sumar. Staðan 3-2, en Vængir Júpíters fengu vítaspyrnu á 56. mínútu og skoruðu og voru komnir í góða stöðu, 4-2. Grétar Áki skoraði fyrir KF á 71. mínútu, staðan 4-3 og smá séns fyrir KF að jafna. Svo fór að heimamenn skoruðu lokamarkið í leiknum á 90. mínútu og urðu því lokatölur 5-3 í þessum mikla markaleik. KF notaði sínar 5 skiptingar og þar af tvær í kringum hálfleikinn. Liðið fékk fjögur gul spjöld í leiknum á móti einu hjá heimamönnum.

Leikskýrsluna má lesa á vef KSÍ.