KF tapaði gegn Vestra

2. deild karla í knattspyrnu er hafin. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar lék í dag gegn Vestra á Torfnesvelli. Vestri hét áður BÍ-Bolungarvík. Heimamenn í Vestra byrjuðu betur og voru kominr í 1-0 eftir 8 mínútur. Staðan hélst þannig þar til á 81. mínútu, en þá komst Vestri í 2-0 og svo í 3-0 á lokamínútu leiksins. Öruggur sigur Vestra í 1. umferðinni í 2. deild karla.  217 áhorfendur voru á vellinum í dag.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.