KF tapaði gegn Þór2

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar lék í dag gegn Þór 2 í Kjarnafæðismótinu á Akureyri. Þórsarar unnu leikinn í dag 2-0 og voru áhorfendur 84.

Þórsarar voru betri fyrstu 10 mínútur fyrri hálfleiks en eftir það voru KF menn meira með boltann og betri fram að leikhléi. Á 18. mínútu fékk Jón Árni Sigurðsson dauðafæri fyrir KF eftir gott spil en skot hans hitti ekki mark Þórs. Á 28. mínútu fékk KF gott færi en skotið fór rétt framhjá markinu og einnig á 34. mínútu úr ágætis færi og óheppnir að hafa ekki skorað mark á þessum kafla.

Gegn gangi leiksins skoruðu Þórsarar á 41. mínútu en það var Róbert Logi Kristinsson sem átti markið sem kom af stuttu færi. Þórsarar leiddu í hálfleik 1-0. Í síðari hálfleik fengu KF áfram betri færi en tókst ekki að skora, en voru þó nærri því á 57. mínútu en skölluðu þeir í stöng eftir hornspyrnu. Á 64. mínútu skoraði svo Jakob Snær Árnason fyrir Þórsara og staðan orðin 2-0 en hann fékk stungusendingu inn fyrir vörnina og kláraði færið vel.

KF fékk svo dauðafæri á 89. mínútu þegar að varamaðurinn Sinisa Pavlica komst einn inn fyrir vörn Þórsara en boltinn fór rétt framhjá markinu. Leiknum leik með sigri Þórs2, en KF menn óheppnir að fá ekki meira út úr þessum leik.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.