KF tapaði fyrir Þór í bikarkeppni KSÍ

KF tapaði fyrir Þór 1-3  á Siglufjarðarvelli á Siglufirði í kvöld í síðasta leiknum í annarri umferðinni í bikarkeppni karla í knattspyrnu.
Jóhann Helgi skoraði fyrsta mark leiksins á 32. mínútu fyrir Þórsara, en Þórður Birgisson jafnaði metin nokkrum mínútum eftir leikhlé.

Kristinn Þór Björnsson tryggði svo Þór sigurinn í síðari hálfleiknum en hann skoraði þá beint úr aukaspyrnu og síðan úr vítaspyrnu.

Þór mæta því Val í 32-liða úrslitunum þann 6. júní næstkomandi og KF hefur lokið keppni í bikarnum þetta árið.

Mörk og úrslit:

KF 1 – 3 Þór
0-1 Jóhann Helgi Hannesson (’32)
1-1 Þórður Birgisson (’49)
1-2 Kristinn Þór Björnsson (’72)
1-3 Kristinn Þór Björnsson (’81, víti)