KF tapaði gegn Sindra

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsótti Sindra á Hornafirði í dag. Leikið var á  Sindravelli og voru 80 áhorfendur á vellinum í dag.  Þrjú mörk voru skoruð, og öll seint í síðari hálfleik. Heimamenn skoruðu fyrsta markið á 67. mínútu, og annað sex mínútum síðar. KF minnkaði muninn á 85. mínútu með marki frá Jordan Chase Tyler, sem lék sinn annan leik fyrir KF og var þetta fyrsta mark hans fyrir klúbbinn.

KF er með 1 stig eftir þrjá leiki í deildinni og eiga næst heimaleik gegn Leikni F.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.