KF tapaði gegn Reyni Sandgerði í dag

KF tapaði í dag gegn Reyni í Sandgerði. Lokatölur urðu 2-0 fyrir Reyni. Þorsteinn Þorsteinsson skoraði á 45.  mínútu fyrir Reyni og Guðmundur Gunnarsson bætti við marki á 61. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð og er KF í 9. sæti eftir þessa umferð en Reynir í því fimmta.