Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Magni frá Grenivík kepptu á Norðurlandsmótinu í gær í leik sem hafði verið frestað. Magni byrjaði leikinn betur og skoraði Orri Freyr Hjaltalín úr víti strax á 6. mínútu. Staðan var því 0-1 fyrir Magna í hálfleik en strax í upphafi síðari hálfleiks þá jafnar KF metin en Jón Árni Sigurðsson skoraði á 48. mínútu. Magni missti mann útaf á 82. mínútu með rautt spjald en KF náði ekki að nýta sér liðsmuninn.

Allt leit út fyrir að leiknum myndi ljúka með jafntefli en Magni skoraði mark sem er skráð á 95. mínútu en það gerði Sigmar Sigurðsson. Lokatölur urðu því 1-2 fyrir Magna.

Leikskýrsluna má lesa á vef KSÍ.