KF tapaði gegn Leikni

KF og Leiknir léku á Ólafsfjarðarvelli í dag í 1. deild karla. Eina mark leiksins skoruðu Leiknismenn á 55. mínútu en staðan var 0-0 í hálfleik. Er þetta þriðja tap KF á heimavelli í sumar og annað tapið í röð. KF er í 10. sæti með 13 stig.

Þá vann KA lið Fjölnis í Reykjavík 0-1 og Tindastóll vann Völsung 2-3 á Húsavík.