KF og KA spiluðu í dag á Norðurlandsmótinu í knattspyrnu. KA vann leikinn 3-1.  KF komst yfir með fyrsta skoti leiksins strax á 2. mínutu. KF fékk aukaspyrnu við vítateigshornið og léleg dekkning í vörn KA örsakaði það að leikmaður KF stóð einn og óvaldaður og lagði boltan auðveldlega í netið. Ívar Guðlaugur skoraði fyrir KA á 39. mínútu og staðan því 1-1 í hálfleik. KA gerði svo út um leikinn með tveim mörkum á 71. mín og 74. mín. og héldu því 3-1 forystu til leiksloka. KA missti þó mann útaf á 87. mínútu en þá fékk Kristján Freyr brottvísun.

Á morgun spilar KF við KA-2. KA-menn eru þar með búnir að vinna tvo fyrstu leikina sína en KF gera jafntefli og tapa tveimur.

Mörk KA skoruðu: Ívar G. Ívarsson, Hallgrímur og Ævar Ingi.

Mark KF: Eggert Kári Karlsson

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.