KF lék gegn Haukum í kvöld á heimavelli Hauka. KF vantaði marga byrjunarliðsmenn vegna meiðsla og banna í kvöld og lögðu upp með að spila aftarlega á vellinum.

Haukar voru sterkari aðilinn og skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og tvö í þeim seinni. Lokatölur 4-0 fyrir Hauka. KF er enn í fallsæti með 15 stig eftir sextán leiki.