Knattspyrnufélag Fjallabyggðar lék gegn Fjölni í dag í 1. deild karla í knattspyrnu. Heimavöllur KF hefur verið þeim sterkur s.l. 2 ár, en Þróttarar brutu ísinn nýverið og skoruðu mark á lokamínútum leiksins. Staðan í hálfleik var 0-0 en Fjölnir gerði eina mark leiksins og er það skráð á 93. mínútu. KF fékk hins vegar fimm gul spjöld í leiknum og Fjölnir fékk tvö gul spjöld.

Mjög svekkjandi tap á heimavelli en 314 áhorfendur mættu á völlinn sem verður að teljast ágætt. Næsti heimaleikur KF er gegn  Leikni R, laugardaginn 27. júlí kl.16.