Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og BÍ-Bolungarvík léku í dag á Torfnesvelli á Ísafirði. BÍ hefur byrjað mótið vel og verið sterkir á heima velli. Það var nóg að gera hjá markmanni KF í dag, en heimamenn sóttu töluvert í fyrri hálfleik og fengu margar hornspyrnur. Fyrsta mark leiksins kom á 9. mínútu en þá skoraði Alexander Veigar fyrir  BÍ og staðan orðin 1-0 í upphafi leiks. Gunnar Már bætti svo við marki fyrir BÍ á 31. mínútu og staðan orðin vænleg fyrir heimamenn, 2-0.  Lárus Orri gerði tværi skiptingar í fyrri hálfleik og örugglega ekki ánægður með gang mála,  og erfitt að vera tveimur mörkum undir í hálfleik.

Minna var um færi í síðari hálfleik en BÍ bjargaði þó á línu í eitt skipti og átti nokkur opin færi en aðeins eitt mark kom í síðari hálfleik og það skoraði Milos Glogovac fyrir KF og var það á síðustu andartökum leiksins. Lokatölur 2-1 fyrir heimamenn.

BÍ komst í 2. sætið í deildinni eftir sigurinn og staða KF er óbreytt í 8. sæti. Næsti leikur KF er gegn nágrönnum úr Skagafirði, en Tindastóll kemur á Ólafsfjarðarvöll þann 22. júní.