KF tapaði gegn Ægi í Lengjubikarnum

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Ægir frá Þorlákshöfn kepptu í Lengjubikarnum í B-deild karla í gær í Boganum á Akureyri. KF komst yfir í fyrri hálfleik með marki Jakobi Hafsteinssyni á 29. mínútu og var staðan 1-0 fyrir KF í hálfleik. Seint í síðari hálfleik skoruðu Ægismenn tvö mörk og unnu leikinn 1-2. Ægismennn misstu þó leikmann útaf með rautt spjald á 43. mínútu og léku því einum færri allan seinni hálfleik. Þess má geta að fyrrum leikmaður KF, Milos Glogovac hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Ægis og mun leika með liðinu í sumar. Ægir og KF munu leika saman í 2. deild karla í sumar.