KF tapaði fyrsta leiknum á Norðurlandsmótinu

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar lék við KA-2 á Norðurlandsmótinu um liðna helgi. Var það fyrsti leikur liðanna á mótinu í ár. KA strákarnir gerðu mark á 45. mínútu og aftur á 84. mínútu og urðu lokatölur 2-0 fyrir KA-2. KF fékk fimm gul spjöld í leiknum en KA 1 spjald.

Þjálfari KF í ár er Jón Aðalsteinn Kristjánsson, hann þjálfaði meðal annars lið Hamars í Hveragerði í nokkur ár. Leikskýrslu KSÍ má sjá hér.

Hægt er að lesa umfjöllun frá Þórsport.is hér, en þar kemur fram að Halldór markmaður KF og Jakob Hafsteinsson hjá KF hafi verið bestur meðal liðsins, en hjá KA voru þeir  Ívar Örn og Ólafur Aron bestir.