KF lék sinn annan leik á Kjarnafæðismótinu í dag gegn sameiginlegu liði Hattar/Hugins frá Austurlandi. Leikið var á Akureyri í Boganum. Bæði lið höfðu leikið einn leik á mótinu og voru taplaus fyrir leikinn.
Höttur/Huginn var mun sterkara liðið í þessum leik og nýtti vel færin. Fyrsta mark leikins kom á 27. mínútu og var það Höttur/Huginn sem það gerði. Staðan var 0-1 í hálfleik, en í upphafi síðari hálfleiks þá gerði Höttur/Huginn tvö mörk og kláruðu leikinn. Fjórða mark þeirra kom þegar tæplega 20 mínútur voru eftir af leiknum, en lokatölur urðu 0-4 fyrir strákana á Austurlandi.
KF spilaði á sínum heimamönnum auk tveggja ungra leikmanna sem eru á reynslu hjá félaginu, sem fengu að sína sig í þessum leik.
Næsti leikur KF er gegn Tindastóli, föstudaginn 18. janúar kl. 21:00.