KF tapaði fyrir Völsungi

KF tapaði gegn Völsungi í 2. deild karla

Völsungur sigraði KF 1-0 í síðasta leik dagsins í annarri deild karla í knattspyrnu en liðin áttust við í Boganum á Akureyri í dag.

Ásgeir Sigurgeirsson skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu eftir að Hafþór Mar Aðalgeirsson sendi boltann fyrir markið.

Tveir aðrir leikir fóru fram í 2. deildinni knattspyrnu í dag en KV sigraði KFR 4-0 og Dalvík/Reynir lagði Fjarðabyggð 2-0.

Um 100 áhorfendur voru á vellinum, en leikskýrslu KSÍ má sjá hér.

Mörk:

1-0 Ásgeir Sigurgeirsson (‘3)