KF tapaði fyrir Völsungi

Völsungur og Knattspyrnufélag Fjallabyggðar léku í Lengjubikarnum síðastliðinn miðvikudag á Húsavíkurvelli. Heimamenn gerðu tvö mörk undir lok leiksins og minnkaði KF muninn í blálokin. Lokatölur urðu 2-1 fyrir Völsung. Mark KF gerði Jón Árni Sigurðsson. Völsungur er með 13 stig í riðlinum eftir fimm leiki og er á toppnum, en KF hefur fengið 1 stig eftir fjóra leiki og er í neðsta sæti.

Þá vann Völsungur lið Dalvík/Reyni í gær 4-0 í sömu keppni. KF leikur í dag gegn Leikni Fáskrúðsfirði.