KF tapaði fyrir Leikni

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Leiknir á Fáskrúðsfirði léku í gær í Fjarðabyggðarhöllinni í 2. deild karla í knattspyrnu. Það voru heimamenn í Leikni sem tóku forystuna í leiknum í fyrri hálfleik en Fernando Garcia skoraði sitt sjöunda mark fyrir liðið í sumar, en markið kom á 38. mínútu. Staðan var 1-0 fyrir Leikni í hálfleik. KF jafnaði metin á 71. mínútu með marki frá Jordan Tyler, hans fimmta mark í sumar. Heimmenn skoruðu svo sigurmarkið á 84. mínútu leiksins og urðu lokatölur 2-1 líkt og í fyrri leik liðanna í sumar.

Leiknir er í efsta sæti deildarinnar og aðeins tapað einum leik í sumar. KF er enn í 7. sæti en það getur breyst þegar að umferðinni lýkur.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.