KF tapaði fyrir Aftureldingu

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsótti Mosfellinga í Ungmennafélaginu Aftureldingu í dag í 2. deild karla í knattspyrnu. Staðan er orðin ansi erfið fyrir KF, sem þurfti svo sannarlega á öllum þremur stigum að halda í dag en þær óskir rættust ekki. Afturelding var aftur á móti komið í 2-0 eftir fyrstu 30. mínútur leiksins og leiddu 2-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik bættu heimamenn við tveimur mörkum og sigruðu 4-0 og eru í 2. sæti deildarinnar eftir 17 umferðir og í góðu tækifæri að komast í 1. deildinna. KF er aftur á móti ennþá með 6 stig í neðsta sæti þegar aðeins 5 leikir og 15 stig eru í pottinum.  Markaskorarinn Þórður Birgisson var á  varamannabekk KF allan tímann en hann er að koma sér í leikform og Halldór Ingvar Guðmundsson var skráður þjálfari á leikskýrslu KSÍ.

KF er í þeirri stöðu að þurfa vinna fjóra af síðustu 5 leikjum sínum og KV og Ægir að tapa sínum leikjum á meðan til að eiga möguleika að halda sæti sínu.

KF á eftir að spila við KV heima, Gróttu úti, Ægi heima, Njarðvík úti og Völsung heima.