KF og KA-2 spiluðu í gær í Norðurlandsmótinu í knattspyrnu í Boganum á Akureyri. KA-2 er 2. flokkur KA og varaliðsmenn, þeir komu sterkir og skipulagðir til leiks og unnu leikinn örygglega 4-0. Þrjú mörk voru skoruð í fyrri hálfleik og leikurinn því nánast búinn í leikhlé. KF menn voru þreyttir eftir leik á laugardeginum og nýttu ekki sín færi í leiknum.

Gunnar Már skoraði fyrsta markið á 4. mínútu leiksins fyrir KA. Ævar Ingi kom KA svo í 2-0 á 29. mínútu. Gunnar Örvar skoraði þriðja mark KA á 39. mínútu og leikurinn nánast búinn. Aksentije Milisic skoraði svo fjórða mark KA á 53. mínútu og þar við sat.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér. Frétt frá vef KF má lesa hér um leikinn.