KF tapaði á Seyðisfjarðarvelli

Huginn og KF léku í dag í 2. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á Seyðisfjarðarvelli, en heimamenn hafa byrjað mótið að krafti í sumar. Eina mark leiksins kom á 5. mínútu og þar við sat. Norðan liðin í 2. deildinni eru í neðstu fjórum sætunum eftir átta umferðir, KF í 9. sæti,  Tindastóll í 11. sæti og Dalvík/Reynir rekur lestina í 12. sæti, en þeir unnu sinn fyrsta leik í dag gegn Ægi, 3-4.