KF tapaði á Ólafsfjarðarvelli

KF og Afturelding mættust í 2. deild karla í knattspyrnu í dag á Ólafsfjarðarvelli. KF gerði eina breytingu frá síðasta leik, en Örn Elí kom inn í byrjunarliðið. Í leikjunum í fyrra þá var jafntefli í Ólafsfirði en Afturelding vann heimaleikinn. Leikurinn hélst 0-0 alveg þar til á 66. mínútu, en þá kemst Afturelding yfir í leiknum með marki frá Nik Anthony Chamberlain. Nokkrum mínútum síðar eða á 72 mínútu þá kemst Afturelding í 0-2 með öðru marki frá Nik Antony. KF náðu ekki að gera mark í þessum leik og urðu það lokatölur leiksins. Sjö gul spjöld voru gefin í leiknum.  KF er áfram í neðsta sæti með 1 stig og aðeins skorað 2 mörk í 6 leikjum. Leikskýrslu má lesa á vef KSÍ.