KF tapaði á Húsavíkurvelli

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsótti Völsung á Húsavík í dag í 2. deild karla í knattspyrnu. Bæði liðin eru í botnbaráttunni og því mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Svo fór að heimamenn skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og leiddu 2-0 í hálfleik. Á fjórðu mínútu síðari hálfleiks skoraði reynsluboltinn Jóhann Þórhallsson sitt annað mark og nánast tryggði stigin þrjú. Völsungur gerði svo sjálfsmark á 57. mínútu, staðan orðin 3-1 og urðu það einnig lokatölur leiksins. Jóhann Þórhallsson(36 ára) gerði 21 mark í 19 leikjum fyrir Völsung í 3. deildinni á síðasta ári en hefur gert 4 mörk í 11 leikum í deild og bikar í ár. KF fékk nýjan leikmann fyrir þennan leik og fór hann beint í byrjunarliðið, en hann heitir Isaac Ruben Rodriguez Ojeda og er frá Spáni.  Leikskýrsluna má lesa á vef KSÍ.