KF tapaði á Grenivík

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsótti Magna á Grenivík í 2. deild karla í knattspyrnu í gær.  Magni hefur verið í toppbaráttunni en KF í fallbaráttu frá upphafi móts.  Liðin mættust síðast 14. maí  í 2. umferð mótsins á KA-velli og lauk þeim leik 0-0. Heimamenn byrjuðu betur og skoruðu á 13. mínútu og leiddu 1-0 í hálfleik.  Á 50. mínútu komst Magni í 2-0 en KF minnkaði strax muninn með marki frá Jakobi Sindrasyni á 53. mínútu í 2-1. Magni bætti svo við þremur mörkum og voru lokatölur leiksins 5-1. KF missti leikmann af velli á 87. mínútu en það var hinn nýji framherji, Isaac Ruben Rodriguez Ojeda og einnig var þjálfari KF, Jón Stefán Jónsson rekinn af bekknum á 88. mínútu leiksins.  KF er enn í neðsta sæti deildarinnar með 5 stig.

Leikskýrsluna má lesa á vef KSÍ