KF stúlkur á Símamótinu í Kópavogi

Í kvöld fór fram setningarathöfn Símamótsins í knattspyrnu og á morgun föstudag hefjast leikir en mótið er spilað frá föstudegi til sunnudags. Mótið hefur aldrei verið jafn stórt og í ár og er mikil fjölgun stúlkna sem stunda nú æfingar um allt land.
KF/Dalvík er með sex lið á mótinu en þrjú þeirra spila í 5. flokki og þrjú í 6. flokki. Fjöldi keppenda frá KF/Dalvík er rúmlega 40 stúlkur.
 Áhugasamir geta fylgst með úrslitum á þessari síðu: https://simamotid.torneopal.com/
May be an image of 12 manns, people standing, sitjandi fólk, footwear og innanhúss