KF stelpur byrja Íslandsmótið af krafti – Umfjöllun í boði Arion banka

Arion banki í Fjallabyggð er styrktaraðili fréttaumfjallana um Knattspyrnufélag Fjallabyggðar í sumar.

Stelpurnar í 5. flokki B-liða í Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar hafa byrjað Íslandsmótið af krafti og unnið fyrstu 6 leikina í sumar. Þær eru með markatöluna 19-5 eftir fyrstu 6 leiki sem skráðir hafa verið, eða skorað 19 mörk og fengið á sig 5. Þær eru meðal annars í riðli með KA, Þór, Tindastóli, Dalvík, Kormákur/Hvöt og fleiri aukaliðum. Stelpurnar unnu KA-3 í byrjun sumars 0-5 á KA-velli. Í byrjun júní unnu þær KA-2 á KA-velli 1-4. Þann 11. júní unnu þær Kormák/Hvöt í hörkuleik á Ólafsfjarðarvelli, en lokatölur þar voru 3-2. Í lok júní lék þær loks við Þór á Þórsvelli á Akureyri og unnu góðan sigur 0-3. Í júlí léku þær við KA stelpurnar á Ólafsfjarðarvelli og vann KF 2-1 sigur.

Í gær fór svo fram leikur á Húsavíkurvelli þar sem KF stelpur mættu Völsungi. Stelpurnar úr Fjallabyggð unnu leikinn 1-2.

Fjölmargir leikir eru framundan hjá þessum efnilegu stelpum og lýkur Íslandsmótinu í lok ágústmánaðar. Flestar stelpurnar eru fæddar árið 2006-2007 og fyrirliði liðsins er Ísabella Ósk Stefánsdóttir, og er hún markvörður liðsins.

Ljósmynd með frétt: Eva Björk Ómarsdóttir.

Athuga að úrslit miðast við opinberar tölur sem eru á vef KSÍ.