Knattspyrnufélag Fjallabyggðar tekur þátt í Norðurlandsmótinu, einnig nefnt Kjarnafæðismótið nú í janúar. Liðið leikur í A-deild í riðli R-1.  Liðið á leik gegn Þór-2 í dag kl. 17:00 í Boganum á Akureyri. Í riðlinum eru einnig Dalvík/Reynir og KA. Dalvíkingar höfðu áður dregið sig úr mótinu þar sem þeir voru settir í B-riðil. Leiknir Fáskrúðsfirði dróg sig hins vegar úr mótinu og taka Dalvíkingar því þeirra sæti.

KF leikur svo við KA 23. janúar og Dalvík/Reyni 30 janúar.