Knattspyrnufélag Fjallabyggðar leikur gegn Bí-Bolungarvík á Torfnesvelli á Ísafirði í dag kl. 14. BÍ spilaði gegn ÍBV í bikarnum í vikunni og koma því vonandi þreyttir til leiks. BÍ hefur byrjað mótið ágætlega og eru sterkir á heimavelli. BÍ hefur náð sér í 12 stig eftir 5 umferðir en KF 6 stig eftir jafn marga leiki. Það er mikilvægt fyrir KF að halda áfram að ná sér í stig en þeir eru í 8. sæti deildarinnar sem stendur.