Það verður spennandi leikur í sannkölluðum fallbaráttuslag í 2. deild karla á Ólafsfjarðarvelli í dag. Heimamenn í KF taka á móti Ægi kl. 14. Ægir er í næstneðsta sæti með 14 stig, en KF er í 8. sæti með 15 stig eins og Sindri og Njarðvík. Það er því mikil barátta í neðri hluta deildarinnar og hver sigur afar dýrmætur en þessi lið eiga aðeins 7 leiki eftir. Markahæsti maður Ægis er William Daniels, hann hefur gert 8 mörk í 10 leikjum, þar af eitt úr víti. Hann er þriðji markahæsti maður deildarinnar.
Nánar verður fjallað um úrslit leiksins síðar í dag.