Knattspyrnufélag Fjallabyggðar spilar gegn Haukum í Akraneshöllinni í Lengjubikarnum næstkomandi sunnudag. Leikurinn hefst kl. 14. Fyrir leikinn hefur KF tapað tveimur leikjum en Haukar gert tvö jafntefli og tapað þremur leikjum. Þetta verður án efa erfiður leikur fyrir KF.
Vonandi tapast leikurinn ekki fyrirfram líkt og síðasti leikur gegn Þrótti þar sem KF notaði ólöglega menn í leiknum.