KF sótti stig gegn Gróttu

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Grótta kepptu í 2. deild karla í knattspyrnu í gær. Fyrirfram var búist við erfiðum leik við Gróttu sem er í 2.-3. sæti deildarinnar og hefur aðeins tapað 2 leikjum í sumar og á mjög góða möguleika að komast upp.  Í markið hjá KF var kominn annar af þjálfurum liðsins, Halldór Ingvar Guðmundsson. Isaac Ruben Rodriguez Ojeda byrjaði á bekknum hjá KF en átti eftir að koma við sögu í leiknum. Þórður Birgisson var einnig á bekknum.

Eftir markalausan fyrri hálfleik þá skorar Grótta fyrsta mark leiksins á 57. mínútu. Á sömu mínútu fær Bessi Jóhannsson hjá Gróttu rautt spjald eftir að hafa komið inná sem varamaður 5 mínútum áður, KF því komið marki undir og manni fleiri. Á 15. mínútuna kafla fær Halldór Logi Hilmarsson tvö gulspjöld og þar með rautt, og fer útaf á 65. mínútu og aftur orðið jafnt í liðum. Í milli tíðinni kemur Isaac Ruben Rodriguez Ojeda inn á og jafnar leikinn fyrir KF á 79. mínútu, 1-1, með sitt 4 mark í sumar í 7 leikjum. Úrslit leiksins jafntefli, sem var vonbrigði fyrir bæði lið sem hefðu þurft sigur.

KF þarf því að vinna síðustu 3 leikina og treysta á að Ægir og KV tapi sínum leikjum. Næsti leikur KF er gegn Ægi á Ólafsfjarðarvelli, svo Njarðvík á útivelli og loks Völsung á heimavelli. Það er því enn veik von um sæti í 2. deild.