KF slátraði ÍH í Lengjubikarnum

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti ÍH (Íþróttafélag Hafnarfjarðar) í dag í Lengjubikarnum. KF stillti upp sterku liði gegn ÍH í Boganum í dag. KF gerði þrjú mörk í fyrri hálfleik á mjög skömmum tíma, en Ljubomir Delic skoraði fyrsta markið á 19. mínútu, Þorsteinn Már skoraði á 20. mínútu og Oumar Diouck skoraði á 21. mínútu, staðan skyndilega orðin 3-0, og þannig var staðan líka í hálfleik. Hákon Leó kom inná hjá KF í byrjun síðari hálfleiks fyrir Marinó Snæ.

Grétar Áki kom KF í 4-0 á á 55. mínútu og Oumar Diouck skoraði á 58. mínútu, sitt annað mark og staðan orðin 5-0.

KF gerði svo þrjú mörk á tíu mínútuna kafla, en Þorsteinn Már skoraði á 71. mínútu, sitt annað mark og Andri Morina aftur á 78. mínútu. Staðan orðin 7-0, en Aron Elí skoraði loka mark leiksins á 80. mínútu. Lokatökur urðu 8-0 fyrir KF og hafði liðið mikla yfirburði í þessum leik.

KF er með þrjá sigra í þremur leikjum í riðlinum, en liðið leikur næst við Magna eftir viku. Það verður klárlega erfiður leikur.