KF skoraði þrjú mörk og gerði jafntefli við Hauka

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar spilaði í dag við Hauka í Lengjubikar karla. Það voru 16 áhorfendur í Akraneshöllinni í dag sem sáu þessa markaveislu.

Haukar skoruðu strax á annarri mínútu en tíu mínútum síðar jöfnuðu KF leikinn með marki frá Kristni Þór. Haukar komust aftur yfir á 42. mínútu en KF jafnaði strax aftur á 43. mínútu með marki frá Teiti og staðan 2-2 í leikhlé. KF komst svo yfir í leiknum á 53. mínútu með marki frá Kristni Þór, hans annað mark í leiknum. Haukar jöfnuðu hins vegar leikinn á 74. mínútu og urðu lokatölur 3-3.

Þetta var þriðji leikur KF í riðlinum og fyrsta stigið komið í hús og fyrstu mörkin komu í þessum leik. Leikskýrslu KSÍ má sjá hér.

Haukar 3 – 3 KF
1-0 Hilmar Geir Eiðsson (‘2)
1-1 Kristinn Þór Rósbergsson (’12)
2-1 Guðmundur Sævarsson (’42)
2-2 Teitur Pétursson (’43)
2-3 Kristinn Þór Rósbergsson (’53)
3-3 Magnús Páll Gunnarsson (’74)