KF skellti Dalvík/Reyni á Dalvíkurvelli

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Dalvík/Reynir mættust í 4. umferð 2. deildar karla í gær á Dalvíkurvelli. KF vann Kára í síðasta leik en Dalvík/Reynir tapaði stórt fyrir Kórdrengjum. Það eru alltaf barist fram á síðustu mínútu í þessum nágrannaviðureignum liðanna og þessi leikur var engin undantekin.

Gervigrasið á Dalvík og aðstaðan var til fyrirmyndar í þessum leik en til stendur að setja gervigrasvöll í Fjallabyggð á næstum misserum.

Heimamenn byrjuðu ágætlega og fengu hornspyrnu á 6. mínútu. Úr henni skoraði Dalvík/Reynir og komust í 1-0 með marki frá Laguna eftir hornspyrnuna frá Jimenez. KF sótti meira eftir markið án þess að fá opin færi en Dalvík leiddi 1-0 í hálfleik, þrátt fyrir ágætis frammistöðu frá KF.

KF strákarnir komu sterkir inn í síðari hálfleik og sóttu mikið og uppskáru nokkur góð færi. Theodore Develan Wilson jafnaði loks leikinn á 65. mínútu með sínu öðru marki í þremur leikjum fyrir KF.

Hrannar Snær kom svo KF yfir á 68. mínútu með glæsilegu marki en hlutirnir gengu hratt fyrir sig á þessum kafla leiksins. Staðan orðin 1-2 fyrir gestina. Dalvík/Reynir gerði svo fjórar skiptingar um miðjan síðari hálfleikinn til að reyna komast betur inn í leikinn, en það skilaði ekki miklu.

Á 81. mínútu fékk KF skyndisókn sem var vel útfærð en Emanuel Nikpalj átti góða stoðsendingu á Theodore Wilson sem skoraði sitt annað mark í leiknum og kom KF í 1-3. Nokkrum mínútum síðar fékk KF dæmt víti og fór Oumar Diouck á punktinn. Markmaður Dalvíkur varði en Oumar var fljótur að ná frákastinu og skoraði, staðan 1-4 og skammt eftir. Fyrsta mark Oumar fyrir félagið í þremur leikjum.

Á 86. mínútu fékk Dalvík/Reynir dæmda vítaspyrnu og fór Laguna á punktinn og skoraði, og minnkaði muninn í 2-4. Eftir markið færðist talsverð harka í leikinn, en KF hélt út og vann frábæran útisigur á Dalvík/Reyni.

KF færðist upp í 5. sæti deildarinnar eftir þennan sigur og eru komnir með 6 stig eftir tvo sigra.

KF leikur næst við Njarðvík, laugardaginn 11. júlí á Rafholtsvellinum í Njarðvík.

Lið KF er að spila vel þessa dagana og hefur skorað 7 mörk í síðustu tveimur leikjum. Jákvætt er að sjá að fremstu menn í sókninni eru allir að skila mörkum.

Mynd frá Guðný Ágústsdóttir.

Mynd frá Guðný Ágústsdóttir.

Mynd frá Guðný Ágústsdóttir.

Mynd frá Guðný Ágústsdóttir.

Mynd frá Guðný Ágústsdóttir.

Mynd frá Guðný Ágústsdóttir.

Mynd frá Guðný Ágústsdóttir.

Mynd frá Guðný Ágústsdóttir.