KF sigraði Völsung á Ólafsfjarðarvelli í kvöld í 1. deild karla í knattpsyrnu. Leiknum lauk með 3-1 sigri heimamanna sem voru betri aðilinn í leiknum og fengu mörg færi. Staðan var 1-1 í hálfleik en Milos skoraði fyrir KF á 16. mínútu en Hafþór Mar jafnaði á 44. mínútu fyrir Völsung. Í síðari hálfleik gekk KF betur að finna netið, en þeir komust yfir á 52. mínútu með mark frá Þórði Birgis, og Nenad innsiglaði svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 64. mínútu.

KF er enn tveimur stigum á eftir Þrótti en liðin mætast í næstu umferð í sannkölluðum úrslita leik.