KF sigraði Völsung

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Völsungur léku um 7. sætið á Norðurlandsmótinu nú um helgina.  Völsungur komst yfir á 15. mínútu með marki frá markahróknum Jóhanni Þórhallssyni.  Á 39. mínútu missti svo Völsungur mann af velli með rautt spjald, og léku þeir manni færri til loka leiks. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir Völsung en strax á 51. mínútu jafnaði KF leikinn, en þar var að verki hinn ungi Valur Reykjalín Þrastarson. Átta mínútum síðar kemur Baldur Bragi Baldursson KF í 1-2, en hann er til reynslu hjá félaginu. Jóhann Þórhallsson jafnar svo metin fyrir Völsung á 64. mínútu. Á 83. mínútu fær svo KF vítaspyrnu og úr henni skorar Valur Reykjalín, með sitt annað mark í leiknum. Lokatölur urðu 2-3 fyrir KF. Nokkrir leikmenn voru á reynslu og fengu að spreyta sig í leiknum fyrir KF, en leikskýrslu KSÍ má lesa hér.