Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Skallagrímur úr Borgarnesi léku í B-deild Lengjubikars í Boganum á Akureyri í dag. Eins og við höfum greint frá þá hefur KF fengið til sín sjö nýja leikmenn sem komu flestir við sögu í þessum leik.

KF gerði fyrsta mark leiksins strax á fjórðu mínútu og var þar að verki Halldór Logi . Aðeins 15 mínútum síðar gerði KF annað mark en það gerði fyrirliðinn Grétar Áki. Staðan 2-0 í upphafi leiks og þannig var staðan einnig í hálfleik.  Halldór Logi fór út af á 37. mínútu og inná kom Sigurður Donys í sínum fyrsta leik fyrir KF. Ekki urðu mörkin fleiri í þessum leik og góður sigur KF í dag og fyrstu þrjú stigin komin í riðlinum.

Næsti leikur KF í Lengjubikarnum er gegn Kára í Akraneshöllinn, sunnudaginn 3. mars.