KF sigraði Sindra á Ólafsfjarðarvelli

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Sindri frá Hornafirði kepptu í 2. deild karla í knattspyrnu á Ólafsfjarðarvelli í kvöld. KF fékk fyrir leikinn tvo nýja erlenda leikmenn og byrjaði annar þeirra inná og annar á bekknum.

KF komst yfir strax á 4. mínútu leiksins með marki frá Milan Tasic og var staðan 1-0 í hálfleik. Strax annari mínútu síðari hálfleiks skoraði KF aftur og var komið í vænlega stöðu. Tíu mínútum síðar skoraði Sindri mark, staðan 2-1 og 57 mínútur liðnar af leiknum. Á 90. mínútu fékk Eldin Ceho leikmaður Sindra rautt spjald, en lokatölur urðu 2-1 fyrir heimamenn.

Nýju leikmennirnir hjá KF heita: Kemal Cesa, kemur frá Víkingi í Ólafsvík, er frá Bosníu og fæddur árið 1989. Sá síðari heitir Dilyan Nikolaev Kolev og kemur frá Svartfjallalandi, og er fæddur árið 1988.