Knattspyrnufélag Fjallabyggðar keppti við Þrótt úr Vogum í hádeginu í dag á Ólafsfjarðarvelli. Fyrirfram var búist við jöfnum leik enda liðin á svipuðum stað í deildinni. Heimamenn voru ákveðnir í að selja sig dýrt í þessum leik eftir slæm úrslit í síðasta leik. KF hafði frumkvæðið í leiknum og skoraði fyrsta mark leiksins á 35. mínútu og var það Bozo Predojevic með sitt fyrsta mark fyrir KF, en hann kom til félagsins rétt fyrir Íslandsmótið. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir heimamenn. Þróttur gerir svo 5 skiptingar á 11 mínútum í síðari hálfleik, en allt kom fyrir ekki, KF skoraði annað mark á 80. mínútu en það var Ljubomir Delic með sitt þriðja mark í fjórum leikjum fyrir KF, en hann er einnig nýr leikmaður hjá félaginu.  Heimamenn nýttu einnig allar sýnar innáskiptingar, en þær komu seint í leiknum. Svo fór að KF hélt forystunni til loka, og unnu leikinn 2-0. Þrjú stig í hús á sjómannadagshelginni og er KF komið í 5. sætið eftir fimm umferðir, með þrjá sigra og tvö töp.