KF sigraði Leikni og riðilinn

KF sigraði í dag Leikni frá Fáskrúðsfirði í íþróttahúsinu Boganum á Akureyri. Leikurinn var hluti af lokaumferðinni í Lengjubikar karla, B-deild,  3. riðli. Lokatölur urðu 2-1 fyrir KF og unnu þeir þar með riðilinn. Þeir hluti 12 stig í 5 leikjum, unnu 4 leiki og töpuðum einum leik. Fjarðabyggð hafði jafn mörg stig í riðlinum og KF en hafði lakari markatölu.

Agnar Þór Sveinsson kom KF yfir 1-0, Leiknir jafnaði síðan metin með marki frá Hilmari Frey Bjartþórssyni, en KF átti lokaorðið og sigraði 2-1.

Það stefnir því í gott sumar hjá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar, en þeir leika í 2. deild karla í knattspyrnu.  Það styttist líka í Íslandsmótið í knattspyrnu en fyrsti leikur KF er á Húsavík þann 12. maí gegn Völsungi.

lau. 12. maí. 12 14:00 Völsungur – KF Húsavíkurvöllur