KF sigraði KFR

KF og KFR mættust í 2. deild karla í knattspyrnu þann 16. júní á Ólafsfjarðarvelli. Þess ber að geta að þetta var 9. sigurleikur KF í röð á heimavelli í íslandsmóti. Leiknum lauk með sigri KF 1-0 og var það markamaskínan Þórður Birgisson sem skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu eftir góðan undirbúning Heiðars Gunnólfssonar.

KF spilaði ekki flottan fótbolta í leiknum, voru frekar seinir í flestum aðgerðum  og áttu í erfiðleikum með að skapa sér hættuleg færi. KF fékk vítaspyrnu um miðjan seinni hálfleik sem fór forgörðum og eins var dæmt mark af vegna rangstöðu. Annað markvert gerðist ekki í þessum leik og fór KF menn sáttir inní klefa að leik loknum.

KFR missti mann út af á 83. mínútu, en Lárus Stefánsson fékk tvö gul spjöld á fimm mínútum og fékk að lokum rautt spjald. Þeir léku því manni færri síðustu mínútur leiksins.

KF er í 5. sæti eftir leikinn en KFR rekur lestina í neðsta sæti með 0 stig.

Næsti leikur KF er gegn Fjarðarbyggð laugardaginn 23. júní í Fjarðarbyggð.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.

Félag L U J T Mörk Net Stig
1 HK 6 4 1 1 13  –    7 6 13
2 Reynir S. 6 4 1 1 12  –    9 3 13
3 KV 6 3 3 0 13  –    4 9 12
4 Völsungur 6 3 2 1   9  –    6 3 11
5 KF 6 3 1 2 10  –    6 4 10
6 Dalvík/Reynir 6 3 1 2   9  –    7 2 10
7 Afturelding 6 3 1 2 15  –  15 0 10
8 Grótta 6 2 2 2 13  –  11 2 8
9 Njarðvík 6 2 2 2   7  –    7 0 8
10 Fjarðabyggð 6 1 0 5   9  –  19 -10 3
11 Hamar 6 0 2 4 10  –  15 -5 2
12 KFR 6 0 0 6   4  –  18 -14 0