KF sigraði Fjarðabyggð

KF lék gegn Fjarðabyggð á Norðurlandsmótinu í dag. Þetta var lokaleikur beggja liða á mótinu.  Að vanda var KF að prófa nokkra nýja menn sem gætu svo komist á samning, en einn þeirra er Ivanirson Silva Oliveira frá Grænhöfðaeyjum, en hann lék með Selfossi árið 2015. Hann skoraði fyrsta mark leiksins á 29. mínútu, og Grétar Áki bætti við marki tveimur mínútum síðar, og staðan var vænlega fyrir KF í hálfleik, 2-0. Fjarðabyggð gerir svo sjálfsmark í upphafi síðari hálfleik og var KF komið í 3-0. Fjarðabyggð minnkaði muninn í 3-1 á 77. mínútu og í 3-2 í uppbótartíma. KF sigraði því sinn annan leik á mótinu og endaði með 6 stig í 3. sæti í B-riðli mótsins.