KF sigraði Dalvík/Reynir

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Dalvík/Reynir léku í 2. deild karla í knattspyrnu á fimmtudagskvöld á Ólafsfjarðarvelli. Gabríel Reynisson braut ísinn fyrir heimamenn og skoraði á 25. mínútu. Dalvík/Reynir svaraði skömmu síðar og jafnaði leikinn á 32. mínútu með marki frá Sindra Ólafssyni. Á 40. mínútu komst KF aftur yfir í 2-1 með marki frá Jakobi Hafsteinssyni. Gabríel bætti svo við öðru marki á 56. mínútu fyrir KF og staðan orðin 3-1 og héldu heimamenn út og fengu 3 stig úr nágrannaslagnum. 210 áhorfendur voru á vellinum. Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.

KF leikur næst við Fjarðabyggð laugardaginn 30. ágúst á Eskjuvelli.