Knattspyrnufélag Fjallabyggðar keppti við Berserki í 3. deild karla á Ólafsfjarðarvelli í dag. Benjamin O’Farrell spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði KF og átti eftir að nýta tækifærið vel en hann hafði komið tvisvar inná sem varamaður í fyrstu leikjum Íslandsmótsins. KF gerði fyrsta mark leiksins á 42. mínútu og var það Benjamin O’Farrell sem gerði það. Staðan var 1-0 í hálfleik en Berserkir náðu að jafna leikinn á 57. mínútu. Aðeins sex mínútum síðar komst KF aftur yfir og var það inn Nýsjálenski Benjamin O’Farrell með sitt annað mark í leiknum. Lokatölur leiksins urðu 2-1 og þrjú stig í hús hjá heimamönnum sem hafa nú sex stig eftir þrjá leiki. KF leikur næst útileik gegn Kára á Akranresi eftir viku.