Knattspyrnufélag Fjallabyggðar lék í dag á Siglufjarðarvelli í fyrsta skiptið í tæp tvö ár. Reynir frá Sandgerði kom í heimsókn og komust gestirnir yfir með marki frá Birki Frey á 61 mínútu. KF kom til baka og gerði tvö mörk, fyrra markið gerði Milan Tasic á 62. mínútu og Jóhann Guðbrandsson gerði loka mark leiksins á 88. mínútu. Þrjú stig í hús á heimavellinum hjá KF og eru komnir með 7 stig eftir 4 leiki.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.